Fótbolti

Wolfsburg í sambandi við Rangnick

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Ralf Rangnick hefur viðurkennt að Wolfsburg hafi sett sig í samband við sig en hann hefur hug á að taka sér frí frá þjálfun til loka tímabilsins.

Rangnick var stjóri Hoffenheim í fimm ár en hætti hjá félaginu á nýársdag.

Liðið er nú að leita sér að nýjum þjálfara en Pierre Littbarski, aðstoðarþjálfari Steve McClaren hjá félaginu, tók við því tímabundið eftir að McClaren var rekinn á dögunum.

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 landsliðs Íslands, var svo ráðinn aðstoðarþjálfari Littbarski félagsins á dögunum til loka tímabilsins.

„Wolfsburg hafði samband en ég gerði þeim grein fyrri því að ég myndi ekki ráða mig í annað starf fyrr en í sumar," sagði Rangnick við þýska fjölmiðla.

„Eins og málin standa nú vil ég ekki taka við nýju starfi á þessu tímabili. En það á aldrei að segja aldrei í þessum bransa."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×