Innlent

Gagnrýnir ráðningarferli forstjóra OR

Kjartan Magnússon.
Kjartan Magnússon.

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur, segir að verulegar brotalamir séu á vinnubrögðum meirihluta stjórnarinnar vegna ráðningar nýs forstjóra fyrirtækisins. Í síðasta mánuði felldi meirihluti stjórnar tillögu Kjartans um að óháð ráðningarstofa tæki ferlið í sínar hendur til að tryggja óháð og vönduð vinnubrögð.

Í aðsendri grein á Vísi í dag segir Kjartan að óskað hafi verið eftir því að borgarlögmaður gefi álit sitt á því hvort yfirstandandi vinna vegna ráðningarinnar samræmist góðum stjórnarháttum og lagafyrirmælum um stjórn fyrirtækisins.

Hann segir ráðningu forstjóra með mikilvægustu ákvörðunum, sem stjórnir fyrirtækja fá til úrlausnar. „Þegar um opinber fyrirtæki er að ræða verður að gera ríka kröfu um að slíkt ráðningarferli sé gagnsætt, hafið yfir vafa og formreglum fylgt í hvívetna," segir Kjartan.

„Í tveimur greinargerðum, sem undirritaður hefur lagt fram í málinu, hefur verið sýnt fram á að alvarlegar brotalamir eru á ferlinu og mikið vantar á að það sé faglegt, gagnsætt og jafnvel löglegt," segir Kjartan einnig.

Hér má sjá grein borgarfulltrúans í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×