Innlent

Þyrla Landhelgisgæslunnar ferjar farþega rútunnar yfir ána

Mynd/Vilhelm
Þyrla Landhelgisgæslunnar er væntanleg að Múlakvísl um kl. 15:20 og verður þar til aðstoðar lögreglu, en fjarskiptamiðstöð lögreglunnar óskaði eftir aðstoð þyrlunnar þegar rúta fór á hliðina í Múlakvísl rétt fyrir tvö.

Eins og staðan er nú verður hlutverk þyrlunnar að ferja yfir Múlakvísl þá farþega sem voru í rútunni og óska eftir að komast vestan megin árinnar. 17 farþegar voru í rútunni þegar hún festist í ánni, flestir erlendir ferðamenn.

Umferð yfir Múlakvísl hefur nú verið stöðvuð til klukkan 18:00 á meðan verið er að meta ástandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×