Innlent

Nefnd um stjórnlagaþing kemur saman á morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir tilkynnti um stofnun nefndarinnar í fyrradag.
Jóhanna Sigurðardóttir tilkynnti um stofnun nefndarinnar í fyrradag.
Stefnt verður að því að nefnd um stjórnlagaþing komi fram til fyrsta fundar á morgun. Samkvæmt upplýsingum úr forsætisráðuneytinu hafa allir flokkar nema Sjálfstæðisflokkurinn tilnefnt fulltrúa en sjálfir búast þeir við því að tilnefna mann fyrir fyrsta fund. Formaður nefndarinnar er svo skipaður úr forsætisráðuneytinu.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra kynnti formönnum stjórnmálaflokkanna ákvörðun sína um að skipa nefndina á fundi í stjórnarráðshúsinu í fyrradag. Hún sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 það kvöldið að það væri alveg ljóst að það væru skiptar skoðanir um hvort það ætti að vera stjórnlagaþing en í sínum huga væri alveg ljóst að það sé góður meirihluti fyrir því á Alþingi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×