Innlent

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna 20 ára

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rósa Guðbjartsdóttir er formaður félagsins. Mynd/ Valli.
Rósa Guðbjartsdóttir er formaður félagsins. Mynd/ Valli.
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna verður tuttugu ára á morgun, en það var stofnað 2. september 1991 af foreldrum barna með krabbamein.  Í tilefni af þessum tímamótum verður haldin afmælisveisla um helgina þar sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra heiðra félagsmenn með nærveru sinni.

SKB hefur vaxið jafnt og þétt á þeim 20 árum sem liðin eru frá stofnun þess og segja forsvarsmenn félagsins sjálfir að styrkur þess felist meðal annars í samstöðu félagsmanna og hlýhug til hvers annars en einnig í góðu samstarfi við starfsfólk Barnaspítala Hringsins sem og fjölda annarra, bæði fagaðila og ýmissa velgjörðarmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×