Innlent

Rúmlega 300 milljóna króna framkvæmdir við sundlaugarnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ráðist verður í gagngerar breytingar á sundlaugunum í Reykjavík. Mynd/ Arnþór.
Ráðist verður í gagngerar breytingar á sundlaugunum í Reykjavík. Mynd/ Arnþór.
Framkvæmdir við endurgerð sundlauganna í Reykjavík eru hafnar og hljóðar kostnaðaráætlun upp á 320 milljónir króna samkvæmt endurskoðaðri fjárhagsáætlun frá 30. júní. Unnið er við nær allar laugar í Reykjavík og í dag var verkefnastaðan kynnt fyrir borgarráði.

Á meðal framkvæmda sem ráðist er í er að gönguleiðir á bökkum Laugardalslaugar verða upphitaðar og að hluta til lagðar tartani, sem er mjúkt gúmmíefni. Í Grafarvogslaug verður eimbaðið endurgert. Í Árbæjarlaug er lokið við uppfærslu á stýrikerfi, en í undirbúningi er endurgerð á eimbaði, nuddpotti, og laugarlyftu. Við Breiðholtslaug er til skoðunar að koma fyrir líkamsræktaraðstöðu og einnig á að athuga möguleika á að koma fyrir útiklefum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×