Innlent

Hundrað bílar stöðvaðir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögregluþjónar á vegum umferðardeildar lögreglunnar hafa verið áberandi í umferðinni síðastliðna daga, einkum á morgnana, við eftirlit. Frá því á mánudaginn hafa hundrað ökumenn verið stöðvaðir í eftirliti sem miðar einkum að því að fylgjast með farsímanotkun ökumanna, svigakstri í þéttri umferð og stefnuljósanotkun.

Lögreglan mun verða áfram með hefðbundið, sýnilegt umferðareftirlit en einnig nota ómerktar lögreglubifreiðar í þessu eftirliti. Vonar lögregla að vitneskja ökumanna um notkun ómerktra lögreglubifreiða við umferðareftirlit letji þá til brota sem ekki láta segjast að öðrum kosti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×