Innlent

Þriðjungur styður ríkisstjórnina - Framsókn mælist með 17 prósent

Þriðjungur kjósenda styður ríkisstjórnina, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup og fréttavefur Ríkisútvarpsins greinir frá. Þar kemur fram að stuðningur við stjórnina hefur lítið breyst undanfarna mánuði. Fylgi flokkanna er sömuleiðis stöðugt.

Tæp 36% styðja Sjálfstæðisflokkinn, 22% styðja Samfylkinguna, nærri 17% styðja Framsóknarflokkinn, 14% styðja Vinstri græn og um 3% styðja Hreyfinguna.

Nærri 9% segjast myndu kjósa önnur framboð. Það er talsverð aukning frá því í júlí þegar stuðningur við önnur framboð mældist 6%.

Hægt er að nálgast frétt RÚV hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×