Innlent

Matarkarfan ódýrust í Krónunni

Starfsmaður Krónunnar að störfum
Starfsmaður Krónunnar að störfum Mynd úr safni
Samkvæmt nýjustu verðkönnun Alþýðusambands Íslands var allt að 28 prósent verðmunur á matarkörfunni þegar verðlagseftirlit sambandsins kannaði verð í átta matvöruverslunum síðastliðinn mánudag. Matarkarfan var ódýrust í Krónunni en dýrust í Nótatúni.

Í tilkynningu frá ASÍ segir að athygli veki að lítill verðmunur var á verði matarkörfunnar á milli Bónus, Krónunnar og Víðis, en karfan var aðeins 26 krónum dýrari í Bónus en krónunni og 179 krónur dýrari í Víði.

Verslunin Kostur á Dalvegi hefur neitað ítrekað þáttöku í verðkönnun ASÍ og heimilar ekki starfsfólki þess að taka niður verð í verslun sinni, segir í tilkynningunni.

„Dæmi eru um mikinn verðmun í öllum vöruflokkum í þessari matarkörfu. Sem dæmi má nefna að 250 ml. KEA skyrdrykkur m/hindberjum&trönuberjum var ódýrastur 128 kr./st. hjá Bónus en dýrastur á 148 kr./st. í Nóatúni, sem er 16% verðmunur. Morgunkornið Cheerios var ódýrast á 804 kr./kg. hjá Fjarðarkaupum en dýrast á 1.254 kr./kg. hjá Nóatúni, sem er 56% verðmunur. Íslensk gúrka var ódýrust á 365 kr./kg. hjá Bónus en dýrust á 478 kr./kg. í Fjarðarkaupum, sem er 31% verðmunur," segir ennfermur í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×