Erlent

Hver sagði hvað - Gaddafi eða Charlie Sheen?

Um fáa hefur verið meira rætt og ritað síðustu vikurnar en einræðisherrann Muammar Gaddafi og sjónvarpsstjörnuna Charlie Sheen. Báðir hafa verið í vandræðum heimafyrir, Gaddafi hefur ofboðið landsmönnum sínum og Sheen hefur ofboðið framleiðendum þáttarins Two and a Half Men.

Báðir eru þeir einnig frægir fyrir ummæli sín sem oft hafa vakið furðu og spurningar um geðheilsu þeirra. Breska blaðið The Guardian hefur nú sett saman laufléttan spurningaleik þar sem lesendum gefst færi á að giska á hver sagði hvað, Gaddafi eða Sheen.

Hver ætli hafi sagt þessi fleygu orð:

„Ég hef sigrað þennan ánamaðk með orðum mínum - ímyndið ykkur hvað ég hefði gert með mínum eldspúandi hnúum."

eða þessi:

„Þessar móðganir eru eldflaugaeldsneytið sem býr í sverðsoddi mínum."

Spreytið ykkur á spurningunum hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×