Arnór Smárason og félagar í danska liðinu Esbjerg eru sem fyrr á toppi dönsku B-deildarinnar. Þeir unnu öruggan sigur í dag.
Fredericia var engin fyrirstaða fyrir Esbjerg og vann Esbjerg öruggan 4-1 sigur.
Arnór spilaði allan leikinn á miðjunni og lagði upp tvö marka síns liðs.
Esbjerg er með fimm stiga forskot á toppnum.
