Erlent

Dior rekur John Galliano - sagðist elska Hitler

Tískuhúsið Dior hefur rekið yfirhönnuð sinn, hinn heimsþekkta John Galliano. Galliano lenti í vandræðum í Marais hverfinu í París á dögunum þar sem hann helti sér yfir par á næsta borði við hann á kaffihúsi og úthúðaði þeim með alls kyns andgyðinglegu níði. Lögreglan fjarlægði tískumógúlinn en engar ákærur voru þó gefnar út.

Nú hefur myndbandi skotið upp á yfirborðið þar sem Galliani sýnist við sama heygarðshornið. Þar er hann að ræða við tvær stúlkur á kaffihúsi og segist hann meðal annars elska Hitler og að „fólk eins og þið væruð dauð" hefði Hitler fengið sínu fram.

Við þetta bætist að Óskarsverðlaunahafinn Natalie Portman, sem einnig vinnur fyrir Dior, hefur lýst því yfir opinberlega að hún sé yfir sig hneyksluð á ummælum Gallianos. Það vakti enda athygli á Óskarsverðlaunahátíðinni um helgina að Portman var ekki í kjól frá Dior þrátt fyrir að koma fram í auglýsingum tískuhússins.

Á meðfylgjandi myndbandi sést Galliano ræða við stúlkurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×