Umfjöllun: Fylkismenn frábærir í seinni hálfleik Guðmundur Marinó Ingvarsson á Grindavíkurvelli skrifar 24. júlí 2011 00:01 Fylkir lagði Grindavík 4-1 á útivelli í kvöld og lyfti sér þar með upp í fimmta sæti með átján stig en Grindavík er nú eina liðið sem Fram og Víkingur horfa til í veikri von sinni um að halda sæti sínu í deildinni. Veðrið í Grindavík var ekki tilvalið til fótboltaiðkunar, hávaðarok og blautt. Það kom nokkuð niður á gæðum leiksins. Þrátt fyrir það fengu heimamenn óskabyrjun þegar Robert Winters skoraði eftir laglega sendingu Matthíasar Arnar inn fyrir flata vörn Fylkis en markið má að nokkru skrifa á tvo miðjumenn Fylkis sem tækluðu hvorn annan og töpuðu boltanum sem hrökk til Matthíasar. Fylkir var meira með boltann í fyrri hálfleik en það var Grindavík sem skapaði sér hættulegustu færin og voru mun nær því að skora. Allt annað var að sjá til Fylkis eftir leikhléð og voru þeir komnir yfir eftir aðeins tíu mínútna leik. Fylkir pressaði mikið strax í byrjun og héldu því áfram eftir þessa óskabyrjun á seinni hálfleik því aðeins eitt lið virtist vera á vellinum í seinni hálfleik. Grindavík fór varla yfir miðju og brotnaði liðið ótrúlega auðveldlega við smá mótlæti og virðist sem leikmenn liðsins treysti á slakt gengi Fram og Víkings í botn baráttunni því liðið nær ekki í mörg stig til viðbótar í sumar með þessari spilamennsku. Fylkir bætti við tveimur mörkum áður en yfir lauk en þau hefðu getað verið enn fleiri þar sem yfirburðirnir voru miklir. Eftir fjóra leiki án sigurs er Fylkir farið að sýna sama baráttu andann og snarpa sóknarleik og skilaði liðinu í topp baráttuna framan af sumri.Grindavík-Fylkir 1-4 1-0 Robert Winters ´6 1-1 Ingimundur Níels Óskarsson ´51 víti 1-2 Andrés Már Jóhannesson ´55 1-3 Andri Þór Jónsson ´75 1-4 Tómas Þorsteinsson ´85 Grindavíkurvöllur. Áhorfendur: 561 Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson 7 Skot (á mark): 3-11 (1-7) Varið: Óskar 3 – Fjalar 0 Hornspyrnur: 2-8 Aukaspyrnur fengnar: 8-9 Rangstöður: 1-1 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Sjá meira
Fylkir lagði Grindavík 4-1 á útivelli í kvöld og lyfti sér þar með upp í fimmta sæti með átján stig en Grindavík er nú eina liðið sem Fram og Víkingur horfa til í veikri von sinni um að halda sæti sínu í deildinni. Veðrið í Grindavík var ekki tilvalið til fótboltaiðkunar, hávaðarok og blautt. Það kom nokkuð niður á gæðum leiksins. Þrátt fyrir það fengu heimamenn óskabyrjun þegar Robert Winters skoraði eftir laglega sendingu Matthíasar Arnar inn fyrir flata vörn Fylkis en markið má að nokkru skrifa á tvo miðjumenn Fylkis sem tækluðu hvorn annan og töpuðu boltanum sem hrökk til Matthíasar. Fylkir var meira með boltann í fyrri hálfleik en það var Grindavík sem skapaði sér hættulegustu færin og voru mun nær því að skora. Allt annað var að sjá til Fylkis eftir leikhléð og voru þeir komnir yfir eftir aðeins tíu mínútna leik. Fylkir pressaði mikið strax í byrjun og héldu því áfram eftir þessa óskabyrjun á seinni hálfleik því aðeins eitt lið virtist vera á vellinum í seinni hálfleik. Grindavík fór varla yfir miðju og brotnaði liðið ótrúlega auðveldlega við smá mótlæti og virðist sem leikmenn liðsins treysti á slakt gengi Fram og Víkings í botn baráttunni því liðið nær ekki í mörg stig til viðbótar í sumar með þessari spilamennsku. Fylkir bætti við tveimur mörkum áður en yfir lauk en þau hefðu getað verið enn fleiri þar sem yfirburðirnir voru miklir. Eftir fjóra leiki án sigurs er Fylkir farið að sýna sama baráttu andann og snarpa sóknarleik og skilaði liðinu í topp baráttuna framan af sumri.Grindavík-Fylkir 1-4 1-0 Robert Winters ´6 1-1 Ingimundur Níels Óskarsson ´51 víti 1-2 Andrés Már Jóhannesson ´55 1-3 Andri Þór Jónsson ´75 1-4 Tómas Þorsteinsson ´85 Grindavíkurvöllur. Áhorfendur: 561 Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson 7 Skot (á mark): 3-11 (1-7) Varið: Óskar 3 – Fjalar 0 Hornspyrnur: 2-8 Aukaspyrnur fengnar: 8-9 Rangstöður: 1-1
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Sjá meira