Innlent

Borhljóðin berast um heiminn

Fyrstu tónleikarnir í Hörpu eru fyrirhugaðir í maí
Fyrstu tónleikarnir í Hörpu eru fyrirhugaðir í maí

Bygging tónlistahússins Hörpu var til umfjöllunar í menningarþætti BBC World Service í gær en þar var rætt við Steinunni Birnu Ragnarsdóttur um framtíðarstefnu þess og menningarlandslagið á Íslandi. Steinunn greindi frá því að Íslendingar hefðu beðið í hundrað ár eftir tónlistarhúsi og því ríkti mikil eftirvænting vegna opnun þess en jafnframt riði mikið á því byggingin væri umdeild og margt í húfi.

Útsendari stöðvarinnar, sem staddur var hér á landi, var uppnuminn yfir stærð hússins og hönnun en gaf í skyn að efaðist um að húsið yrði tilbúið í tæka tíð miðað við borhljóðin sem heyrðust þann daginn. Hann var þá snarlega fullvissaður um það það væri fullkomlega eðlilegt á Íslandi að flytja inn í hús áður en þau væru alveg tilbúin.

Viðtalið má hlýða á hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×