Innlent

Um 600 manns í leikjasmíði

EVE Online Fyrirtækið CCP hefur þróað EVE Online, íslenskan fjölnotenda netspunaleik, sem hefur fyrir löngu tekið sér styrka stöðu á markaðnum.mynd/ccp
EVE Online Fyrirtækið CCP hefur þróað EVE Online, íslenskan fjölnotenda netspunaleik, sem hefur fyrir löngu tekið sér styrka stöðu á markaðnum.mynd/ccp
Tólf fyrirtæki með um 600 starfsmenn á Íslandi framleiða tölvuleiki og er ársvelta þeirra um tíu milljarðar króna. Þetta er meðal þess sem kom fram á menntadegi iðnaðarins í máli Ólafs Andra Ragnarssonar en hann er einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Betware.

Betware var meðal annars útnefnt frumkvöðull ársins 2010 af Viðskiptablaðinu en í máli Ólafs kom fram að stafræna byltingin og netið hafa skapað einstök tækifæri fyrir leikjaframleiðendur hér á landi, sem séu stórhuga.

Forsvarsmenn leikjaframleiðenda benda á að ef rétt verður að málum staðið megi ná því markmiði árið 2021 að starfsmenn í íslenskum leikjaiðnaði verði um fimm þúsund og þeir skapi um sjötíu milljarða króna í útflutningsverðmæti. Ólafur Andri segir þó að til að ná þessu háleita markmiði þurfi rétt skilyrði og nefnir þar fyrst efnahagslegan stöðugleika. - shá



Fleiri fréttir

Sjá meira


×