Innlent

Siðanefnd BÍ vísar frá kæru Öryrkjabandalagsins

Öryrkjabandalagið var ósátt við umfjöllun um málefni Freyju Dísar Númadóttur
Öryrkjabandalagið var ósátt við umfjöllun um málefni Freyju Dísar Númadóttur
Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur vísað frá sér kæru sem Öryrkjabandalag Íslands lagði fram til nefndarinnar vegna fréttar Stöðvar 2 um málefni Freyju Dísar Númadóttir. Fréttin birtist þann 15. desember 2010 og var innlegg í umfjöllun um stöðu öryrkja á Íslandi.

Í áliti Siðanefndarinnar segir að nefndin telji aðild kæranda ekki uppfylla skilyrði siðareglna Blaðamannafélagsins um hagsmunatengsl milli kæranda og kæruefnis. Af þessari ástæðu verður málið ekki tekið til efnislegrar umfjöllunar.

Fjallað er um Siðanefnd í 6. grein siðareglna félagsins, og segir þar að hver sá sem telur að blaðamaður hafi gerst brotlegur við siðareglur „og á hagsmuna að gæta."

Umrædda umfjöllun má sjá með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×