Innlent

Fólk á heiðurslista Gillz fær mynd af sér í Símaskrána

Erla Hlynsdóttir skrifar
Gillz og Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Já.is, við undirritun samstarfsamningsins
Gillz og Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Já.is, við undirritun samstarfsamningsins Mynd: Vilhelm Gunnarsson
Egill „Gillz" Einarsson, meðhöfundur Símaskrárinnar, hefur tekið saman „heiðurslista" og fá þeir sem eru á listanum mynd af sér í Símaskrána.

Á listanum eru 17 manns, þar af 4 konur.

Meðal þeirra sem fá mynd af sér í Símaskránni samkvæmt lista Gillz eru Sveinn Andri Sveinsson lögmaður, Logi Bergmann Eiðsson sjónvarpsmaður og Hallur Dan Johansen, eigandi Austur, og tveir eigendur Players, þeir Gylfi Þór Gylfason og Mikael Nikulásson.

Konurnar fjórar á listanum eru Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona, Heiðrún Sigurðardóttir fitnessdrottning, Rakel Garðarsdóttir framleiðandi og Silja Úlfarsdóttir hlaupari.

Listann má sjá í heild sinni á vef Símaskrárinnar, Já.is

Þar segir ennfremur að þeir sem eru tilbúnir til að „grátbiðja um að vera á listanum geti haft samband við forsvarsmenn Já.is sem komi upplýsingunum áfram til Gillz.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×