Erlent

Ráðgátan um flygilinn á flæðiskerinu er leyst

MYND/AP

Íbúar við Biscayne flóa á Flórída hafa undanfarnar vikur klórað sér í hausnum yfir forláta flygli sem allt í einu birtist á skeri úti í flóanum. Enginn vissi hvernig flygillinn komst þangað eða hvers vegna hann hefði verið settur út í skerið. Töldu sumir að um einhverskonar hrekk væri að ræða eða gjörningalistaverk og nokkrir stigu fram og lýstu ábyrgðinni á hendur sér.

Nú hefur 16 ára strákur hinsvegar stigið fram og viðurkennt að hafa komið flyglinum fyrir. Til stóð að nota hljóðfærið við gerð stuttmyndar en þau áform fóru út um þúfur þegar vinir hans kveiktu í flyglinum í árámótapartýi og hentu honum út í skurð.

Í framhaldinu ákvað fjölskylda stráksins að sigla með flygilinn út á skerið og kveikja í honum aftur. Pabbi stráksins er annars vel þekktur sjónvarpsþáttaframleiðandi sem stendur meðal annars á bak við þættina "Burn Notice", sem sýndir eru á Stöð 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×