Enski boltinn

Fabregas: Arsenal er ekkert að fara að vinna stóra titla á næstu árum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cesc Fabregas.
Cesc Fabregas. Mynd/Nordic Photos/Getty
Spænski landsliðsmaðurinn Cesc Fabregas hefur ekki mikla trú á því að hans gömlu félagar í Arsenal vinni einhverja stóra titla á næstunni.  Barcelona keypti Fabregas frá Arsenal fyrir tímabilið og hann er þegar búinn að vinna tvo titla í búningi Barcelona.

„Ég vil vera í félagi sem getur unnið stóra titla ára eftir ár og ég sé það ekki í spilunum hjá Arsenal," sagði Cesc Fabregas í viðtali við Sport blaðið í Barcelona.

„Ég ber samt ennþá tilfinningar til Arsenal en ég óttast að þeir geti ekki ýtt hinum stóru klúbbunum í burtu," sagði Fabregas.

„Ég get ekki séð Arsenal enda ofar en lið eins og Manchester United eða Manchester City eða Chelsea því það er bara of mikill getumunur á leikmannahópum þessara liða," sagði Fabregas.

„Ég geri mér alveg grein fyrir að Arsenal hefur ekki aðgengi að sama fjármagni og hin liðin en stór hluti af þeirri ástæðu af ég fór frá Arsenal var að ég sé félagið ekki vinna ensku úrvalsdeildina eða Meistaradeildina á næstu árum," sagði Fabregas.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×