Fótbolti

FC Köbenhavn hefur titilvörn sína með sigri gegn SönderjyskE

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sölvi Geir Ottesen, leikmaður FCK
Sölvi Geir Ottesen, leikmaður FCK
FC Köbenhavn sigraði SönderjyskE, 2-0, í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gær en leikurinn fór fram á heimavelli SönderjyskE.

César Santín og Dame N'Doye skoruðu mörk FC Köbenhavn sem hafði töluverða yfirburði í leiknum. FC Köbenhavn vann sigur í dönsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð á fáheyrðum yfirburðum og byrja því titilvörn sína vel.

Alls voru fimm Íslendingar í liðunum tveim en Sölvi Geir Ottesen lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá FC Köbenhavn. Ragnar Sigurðsson var á bekknum hjá FCK og kom ekkert við sögu í leiknum, en Ragnar er nýgenginn til liðs við dönsku meistarana frá IFK Gautaborg.

Eyjólfur Héðinsson og Hallgrímur Jónasson komu báðir við sögu í leiknum hjá SönderjyskE, en Arnar Darri Pétursson, varamarkvörður liðsins, var á bekknum allan leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×