Innlent

Gómaði erlenda togara við ólöglegar veiðar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
TF Sif, flugvél Landhelgisgæslunnar, á flugi yfir Reykjavík. Mynd/ Landhelgisgæslan - Árni Sæberg.
TF Sif, flugvél Landhelgisgæslunnar, á flugi yfir Reykjavík. Mynd/ Landhelgisgæslan - Árni Sæberg.
TF Sif, flugvél Landhelgisgæslunnar, kom að sex rússneskum og einum spænskum togara að veiðum á Reykjaneshrygg á úthafskarfaveiðisvæði. Samkvæmt reglum Norðaustur Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) mega úthafskarfaveiðar ekki hefjast fyrr en 10 maí.

Með greiningarbúnaði flugvélar Landhelgisgæslunnar sást greinilega að togararnir voru allir með veiðarfæri í sjó, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Eitt skipanna var auk þess með slökkt á ferilvöktunarbúnaði.

Í mars síðastliðnum náðist samkomulag um veiðar úthafskarfa á Reykjaneshrygg milli Íslands, Grænlands, Færeyja, Evrópusambandsins og Noregs. Fulltrúar Rússlands mættu ekki til fundar NEAFC þar sem þetta samkomulag náðist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×