Innlent

Úthlutar styrkjum til atvinnumála kvenna

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra úthlutar í dag styrkjum til atvinnumála kvenna. Alls fá 42 konur styrki að þessu sinni til fjölbreyttra verkefna en til úthlutunar eru 30 milljónir króna.

Styrkirnir eru ætlaðir konum sem vinna að góðum viðskiptahugmyndum og verkefnum sem fela í sér nýnæmi eða nýsköpun.

Árið 1991 var í fyrsta sinn úthlutað sérstökum styrkjum til atvinnumála kvenna að frumkvæði Jóhönnu Sigurðardóttur þáverandi félagsmálaráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×