Landsbankinn "stútfullur af peningum" og vill lána meira Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. september 2011 19:11 Landsbankinn hagnaðist meira á fyrri helmingi ársins en hinir stóru bankarnir samanlagt. Bankinn á mikið laust fé og vill lána meira en skortur á fjárfestingum í íslensku atvinnulífi stendur því fyrir þrifum. Landsbankinn hagnaðist um rúmlega 24 milljarða króna, en ef svokallaður einskiptis hagnaður er tekinn út, þ.e hagnaður vegna endurmats á hlutabréfum og hagnaður vegna sölu eigna, eru þetta 10,7 milljarðar króna. Bankinn á mikið lausafé, en þar af eru rúmlega 100 milljarðar króna í erlendum gjaldeyri. Stór hluti þess gjaldeyris fer þó í að greiða af skuldabréfi til skilanefndar bankans en Landsbankinn skuldar þrotabúi gamla bankans um þrjú hundruð milljarða króna vegna endurfjármögnunar bankans eftir hrunið. Sterk lausafjárstaða Landsbankans vekur þó nokkra athygli, en fram kom í máli Steinþórs Pálssonar, bankastjóra þegar uppgjörið var kynnt í dag, að bankinn vildi helst lána meira, en umhverfið í íslensku atvinnulífi og skortur á fjárfestingum stæðu því fyrir þrifum. Eiginfjárhlutfall Landsbankans er 22,4 prósent sem er langt yfir kröfum FME, en það má samkvæmt kröfum eftirlitsins ekki vera lægra en 16 prósent. Ertu sammála staðhæfingunni að bankinn sé „stútfullur af peningum" ? „Já, það má alveg orða þetta þannig. Þetta er gríðarlega sterk staða og við myndum vilja koma meira af þessu lausafé út með lánum til góðra verkefna. Og við höfum verið að vinna í því um allt land," segir Steinþór Pálsson, bankastjóri. Steinþór segir að bankinn skoði öll áhugaverð verkefni. T.d hafi bankinn nýlega lánað til verkefna á sviði laxeldis á landsbyggðinni. Hagnaður Landsbankans eftir skatta er 24 milljarðar króna, eins og áður segir. Eins og sést í grafík með fréttinni er það umtalsvert meiri hagnaður en hjá Arion banka og Íslandsbanka samanlagt. Bankinn hefur afskrifað 206 milljarða króna hjá fyrirtækjum í íslensku atvinnulífi. Þar af eru stórar fjárhæðir til útvegsfyrirtækja. En hefði bankinn mátt ganga lengra til að taka félög yfir fremur en að vinna með eigendum þeirra? „Við hefðum getað verið miklu grimmari og tekið yfir fjölda fyrirtækja. (...) Við töldum heppilegra að aðstoða félögin svo þau hefðu sjálf svigrúm til að grípa til aðgerða til að styrkja sína stöðu," segir Steinþór. Mest lesið Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Björn Brynjúlfur selur Moodup Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Sjá meira
Landsbankinn hagnaðist meira á fyrri helmingi ársins en hinir stóru bankarnir samanlagt. Bankinn á mikið laust fé og vill lána meira en skortur á fjárfestingum í íslensku atvinnulífi stendur því fyrir þrifum. Landsbankinn hagnaðist um rúmlega 24 milljarða króna, en ef svokallaður einskiptis hagnaður er tekinn út, þ.e hagnaður vegna endurmats á hlutabréfum og hagnaður vegna sölu eigna, eru þetta 10,7 milljarðar króna. Bankinn á mikið lausafé, en þar af eru rúmlega 100 milljarðar króna í erlendum gjaldeyri. Stór hluti þess gjaldeyris fer þó í að greiða af skuldabréfi til skilanefndar bankans en Landsbankinn skuldar þrotabúi gamla bankans um þrjú hundruð milljarða króna vegna endurfjármögnunar bankans eftir hrunið. Sterk lausafjárstaða Landsbankans vekur þó nokkra athygli, en fram kom í máli Steinþórs Pálssonar, bankastjóra þegar uppgjörið var kynnt í dag, að bankinn vildi helst lána meira, en umhverfið í íslensku atvinnulífi og skortur á fjárfestingum stæðu því fyrir þrifum. Eiginfjárhlutfall Landsbankans er 22,4 prósent sem er langt yfir kröfum FME, en það má samkvæmt kröfum eftirlitsins ekki vera lægra en 16 prósent. Ertu sammála staðhæfingunni að bankinn sé „stútfullur af peningum" ? „Já, það má alveg orða þetta þannig. Þetta er gríðarlega sterk staða og við myndum vilja koma meira af þessu lausafé út með lánum til góðra verkefna. Og við höfum verið að vinna í því um allt land," segir Steinþór Pálsson, bankastjóri. Steinþór segir að bankinn skoði öll áhugaverð verkefni. T.d hafi bankinn nýlega lánað til verkefna á sviði laxeldis á landsbyggðinni. Hagnaður Landsbankans eftir skatta er 24 milljarðar króna, eins og áður segir. Eins og sést í grafík með fréttinni er það umtalsvert meiri hagnaður en hjá Arion banka og Íslandsbanka samanlagt. Bankinn hefur afskrifað 206 milljarða króna hjá fyrirtækjum í íslensku atvinnulífi. Þar af eru stórar fjárhæðir til útvegsfyrirtækja. En hefði bankinn mátt ganga lengra til að taka félög yfir fremur en að vinna með eigendum þeirra? „Við hefðum getað verið miklu grimmari og tekið yfir fjölda fyrirtækja. (...) Við töldum heppilegra að aðstoða félögin svo þau hefðu sjálf svigrúm til að grípa til aðgerða til að styrkja sína stöðu," segir Steinþór.
Mest lesið Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Björn Brynjúlfur selur Moodup Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Sjá meira