Innlent

Bæti kjör sjúklinga sem mest þurfa

Markmið frumvarpsins er að minnka lyfjakostnað þeirra sjúklinga sem mest þurfa af lyfjum.
Markmið frumvarpsins er að minnka lyfjakostnað þeirra sjúklinga sem mest þurfa af lyfjum.
Guðbjartur Hannesson
Með fyrirhuguðum breytingum á lögum um sjúkratryggingar er stefnt að því að draga verulega úr lyfjakostnaði þeirra sjúklinga sem mest greiða. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra kynnti frumvarpið í fyrradag. Meginmarkmiðið er að auka jöfnuð sjúklinga og draga úr heildarútgjöldum þeirra sem mest þurfa á lyfjum að halda.

Samkvæmt núgildandi kerfi greiðir fólk ákveðið hlutfall af verði þess lyfs sem ávísað er hverju sinni upp að ákveðnu hámarki. Hins vegar er ekki kveðið á um hámark heildarlyfjakostnaðar einstaklings sem þýðir að kostnaður þeirra sem þurfa á mörgum og dýrum lyfjum að halda eða nota lyf að staðaldri getur orðið mjög hár.

Breytingarnar gera ráð fyrir að sjúkratryggðir greiði lyfjakostnað að fullu upp að ákveðnu hámarki á tólf mánaða tímabili. Þá taka við stighækkandi greiðslur sjúkratrygginga en kostnaður einstaklingsins lækkar. Miðað er við að öll lyf sem sjúkratryggingar taka þátt í að greiða verði felld inn í einn flokk.

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir breytingarnar fela í sér verulega kjarabót fyrir fjölda fólks sem nú glímir við há útgjöld vegna lyfjakostnaðar. Frumvarpið feli þó ekki í sér breytingar á útgjöldum hins opinbera heldur tilfærslu innan kerfisins.- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×