Innlent

Tölvum og flatskjám stolið úr Búðinni í nótt

Lögreglan leitar þjófanna og hefur heimild til að gera þýfið upptækt hjá kaupendum, hafi það verið selt
Lögreglan leitar þjófanna og hefur heimild til að gera þýfið upptækt hjá kaupendum, hafi það verið selt Mynd úr safni og tengist fréttinni ekki beint
Brotist var inn í húsakynni vefverslunarinnar Búðarinnar í nótt og þaðan meðal annars stolið tölvum, flatskjám og myndavélum.

Ránið hefur verið verið kært til lögreglu en enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.

Líklegt er talið að reynt verði að selja þýfið á svörtum markaði en vakin er athygli á því að lögregla hefur heimild til að gera þýfi upptækt hjá kaupendum þess, og skiptir þá engu hvort fólk segist ekki hafa vitað af því að um þýfi var að ræða við kaupin.

Meðal þess sem var stolið í Búðinni eru 14 tommu Asus fartölvur, 32 tommu Sony flatskjár, Olymps og Canon Ixus myndavélar, flakkarar og minnislyklar.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ránið eru hvattir til að hafa samband við lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×