Sundlaugagestir í Dalvík sáu dularfullt hvítt ljós 26. október 2011 19:49 Frá stjörnuhrapinu í nóvember 2009. „Við vitum ekki hvað þetta var, en þetta var mjög skært ljós og hvítt á litinn," segir Elín Björk Unnarsdóttir, veðurfræðingur, sem ásamt öðrum gestum sundlaugarinnar í Dalvík urðu vitni af hvítu ljósi þegar þau horfðu yfir Svarfaðardalinn rúmlega hálf sjö í kvöld. Elín lýsir ljósinu þannig að það hafi enst í um fimm sekúndur, „og það var eiginlega eins og tannþráðabox í laginu." Elín segir að það hafi haldið lögun sinni þar til það hvarf. Sjálf segist Elín hafa séð stjörnuhröp áður en ekkert í líkingu við þetta. Ljósið hafi verið áberandi og snjóhvítt. Hún segir að það hafi hvarflað að þeim sem voru í pottinum að þetta væri flugeldur eða blys. En allir í pottinum voru sammála um að þarna væri eitthvað annað á fer. Þegar Vísir hafði samband við Veðurstofu Íslands könnuðust þeir ekki við ljósið en ætluðu að kanna það frekar eins og allar slíkar ábendingar. Sævar Helgi Bragason, einn af umsjónarmönnum Stjörnufræðivefsins, segir Elínu lýsa tilkomumiklu stjörnuhrapi. „Annað slagið verða svona björt stjörnuhröp," segir Sævar Helgi sem sjálfur hefur séð stjörnuhrap, sem entist svo lengi, „og rákin eftir það var á himnum tuttugu mínútum eftir hrapið," lýsir Sævar Helgi. Hafi þetta verið stjörnuhrap þá hefur það verið í stærra lagi. Sævar segir litla hættu á að lofsteinninn endi á jörðinni, „þeir þurfa að vera ansi stórir til þess. Sem betur fer kannski," bæti hann við. Hann hvetur svo alla til þess að horfa meira upp til himins, þar megi finna margt óvænt. Þess má reyndar geta að síðast þegar almenningur tók eftir stjörnuhrapi þannig um munaði, var í byrjun nóvember árið 2009 þegar stjörnuhrap lýsti upp hluta af Suðurlandinu. Meðfylgjandi mynd náðist einmitt af því. Hafi einhver náð myndum af hrapinu má sá sami að sjálfsögðu láta okkur á Vísi vita í síma 5125200 eða með því að senda póst á netfangið frettir@stod2.is. Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
„Við vitum ekki hvað þetta var, en þetta var mjög skært ljós og hvítt á litinn," segir Elín Björk Unnarsdóttir, veðurfræðingur, sem ásamt öðrum gestum sundlaugarinnar í Dalvík urðu vitni af hvítu ljósi þegar þau horfðu yfir Svarfaðardalinn rúmlega hálf sjö í kvöld. Elín lýsir ljósinu þannig að það hafi enst í um fimm sekúndur, „og það var eiginlega eins og tannþráðabox í laginu." Elín segir að það hafi haldið lögun sinni þar til það hvarf. Sjálf segist Elín hafa séð stjörnuhröp áður en ekkert í líkingu við þetta. Ljósið hafi verið áberandi og snjóhvítt. Hún segir að það hafi hvarflað að þeim sem voru í pottinum að þetta væri flugeldur eða blys. En allir í pottinum voru sammála um að þarna væri eitthvað annað á fer. Þegar Vísir hafði samband við Veðurstofu Íslands könnuðust þeir ekki við ljósið en ætluðu að kanna það frekar eins og allar slíkar ábendingar. Sævar Helgi Bragason, einn af umsjónarmönnum Stjörnufræðivefsins, segir Elínu lýsa tilkomumiklu stjörnuhrapi. „Annað slagið verða svona björt stjörnuhröp," segir Sævar Helgi sem sjálfur hefur séð stjörnuhrap, sem entist svo lengi, „og rákin eftir það var á himnum tuttugu mínútum eftir hrapið," lýsir Sævar Helgi. Hafi þetta verið stjörnuhrap þá hefur það verið í stærra lagi. Sævar segir litla hættu á að lofsteinninn endi á jörðinni, „þeir þurfa að vera ansi stórir til þess. Sem betur fer kannski," bæti hann við. Hann hvetur svo alla til þess að horfa meira upp til himins, þar megi finna margt óvænt. Þess má reyndar geta að síðast þegar almenningur tók eftir stjörnuhrapi þannig um munaði, var í byrjun nóvember árið 2009 þegar stjörnuhrap lýsti upp hluta af Suðurlandinu. Meðfylgjandi mynd náðist einmitt af því. Hafi einhver náð myndum af hrapinu má sá sami að sjálfsögðu láta okkur á Vísi vita í síma 5125200 eða með því að senda póst á netfangið frettir@stod2.is.
Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira