Menning

Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar í Hörpu

Gustavo Dudamel mun stjórna Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar í Hörpu á sunnudag.
Gustavo Dudamel mun stjórna Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar í Hörpu á sunnudag. mynd/afp
Næstkomandi sunnudag fá Íslendingar einstakt tækifæri til að upplifa tónlistarflutning á heimsvísu þegar Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar spilar í Eldborgarsalnum í Hörpu undir stjórn Gustavo Dudamel.

Á vef Hörpu segir að Dudamel sé skærasta stjarnan í tónlistarheiminum í dag og án efa sá allra áhrifamesti. Litið sé á það sem hann geri sem það besta sem tónlistarheimurinn hafi upp á að bjóða. Hann er aðeins þrítugur að aldri en á að baki litríkan og merkan feril. Hann er aðalstjórnandi Gautaborgarsinfóníunnar, tónlistarstjóri fílharmoníunnar í Los Angeles og listrænn stjórnandi Símón Bólívar sinfóníuhljómsveitarinnar í heimalandi sínu, Venezúela.

Dudamel er einnig þekktur fyrir starf sitt með ungmenni í Venesúela sem tónlistarmenn heimsins líta til sem fyrirmynd. Hann þekkir af eigin raun hvernig þátttaka í tónlist getur breytt lífi fólks. Hann vinnur samkvæmt því sem kallað er í Venesúela "El Sistema" þar sem tónlist er nýtt til félagslegra jákvæðra breytinga. Þar er börnum, sem mörg hver eiga undir högg að sækja og koma úr fátækrahverfum, að læra að leika á hljóðfæri og leika í hljómsveit. El Sistema nær til hundruð þúsunda barna ár hvert og er farið að ryðja sér til rúms í Bandaríkjunum meðal annars í ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Los Angeles.

Á tónleikunum í Hörpu á sunnudaginn verður verkið Tiger Touch eftir Karin Rehnqvist frumflutt og Sinfónía nr. 6 eftir Tchaikovsky er einnig á efnisskránni. Að auki munu tónleikagestir heyra Klarinettukonsert eftir Mozart í flutningi einleikarans Martin Fröst sem hefur áður komið fram á Íslandi, sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.