Fótbolti

Udinese hélt sæti sínu á toppnum í ítalska boltanum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Antonio Di Natale skorar hér þriðja mark sitt í leiknum.
Antonio Di Natale skorar hér þriðja mark sitt í leiknum. Mynd. / Getty Images
Fjölmargir leikir fóru fram í ítölsku A-deildinni í dag, en þar má helst nefna sigur Inter Milan á Chievo, en liðið hefur byrjað leiktíðina skelfilega.

Thiago Motta skoraði eina mark leiksins á 34. mínútu og hefur Inter nú sjö stig í 16. sæti deildarinnar.

Toppliðið í Udinese gjörsigraði Novara 3-0 á heimavelli, en Antonio Di Natale gerði tvö mörk fyrir Udinese og Maurizio Domizzi skoraði eitt.

Udinese er í efsta sæti deildarinnar með 15 stig, en Juventus er öðru sæti með 13 stig.

Juventus og Fiorentina eigast við síðar í kvöld. 

Úrslit dagsins:

Lecce - AC Milan - 3 - 4

AS Roma – Palermo – 1-0

Cagliari – Napoli – 0-0

Inter Milan – Chievo 1 - 0

Parma - Atalanta - 1 - 2

Siena – Cesena - 2 - 0

Udinese – Novara - 3 - 0








Fleiri fréttir

Sjá meira


×