Segir VBS hafa stundað talnaleiki 10. janúar 2011 06:30 Engilbert runólfsson Innova varð á meðal fimm umsvifamestu fyrirtækja í byggingageiranum að undangengnum samruna Stafna á milli við tvö önnur verktakafyrirtæki. Starfsmenn voru rúmlega tvö hundruð og veltan í kringum sjö milljarðar króna. Forstjóri fyrirtækisins var Engilbert Runólfsson. Hann sat inni fyrir aðild að fíkniefnainnflutningi fyrir fimmtán árum en varð stórtækur á fasteignamarkaði eftir aldamótin. Engilbert stýrði Stafna á milli og átti ásamt öðrum hugmyndina að því að kaupa fyrirtækin JB Byggingafélag og Ris árið 2007. Kaupverð JB Byggingafélags nam á fjórða milljarð króna og lánaði VBS til kaupanna með stuðningi gamla Landsbankans eftir áreiðanleikakönnun KPMG. Viðmælendur Fréttablaðsins segja þetta hafa verið alltof hátt mat. Engilbert segir VBS hafa stýrt ferlinu og sett mark sitt á rekstur Stafna á milli eftir samruna við fyrirtækin. „Það var mat VBS og Landsbankans að verðið væri sanngjarnt. Þeir (VBS) gíruðu þetta allt upp í loft til að láta CAD-reglurnar stemma. Við sáum aldrei krónu af þessu,“ segir hann og bendir á að skuldir Innova hafi hækkað við fyrirtækjakaupin. „Það voru engir peningar á ferðinni heldur talnaleikur hjá VBS,“ segir hann. Engilbert kannast ekki við eignafærslurnar í ársreikningi Innova í árslok 2007 en segir VBS hafa stýrt þeim. Eignamatið hafi byggt á væntu söluandvirði þeirra fasteigna sem rísa áttu á lóðunum. „Þeir voru alltaf með Fjármálaeftirlitið á bakinu á þessum tíma og redduðu sér með svona gjörningum. En verð á þessum tíma var svona. Menn voru að borga fimmtán milljónir fyrir lóðir undir íbúðir í fjölbýli á þessum tíma. Þetta var orðið algjört brjálæði. Allir í bransanum hefðu þegið þessi bankalán. Menn sáu ekkert fram undan nema að góðærið myndi halda áfram. Allir voru á ballinu en svo voru ljósin slökkt,“ segir hann. „Þetta voru góð verkefni. Ef þau hefðu haldið áfram hefði þetta allt gengið upp.“ Tengdar fréttir Fengu milljarða út á hús sem aldrei risu VBS fjárfestingarbanki lánaði fyrirtæki Engilberts Runólfssonar milljarða króna til ýmissa fasteignaverkefna með veði í fasteignum sem aldrei risu. 10. janúar 2011 06:00 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Sjá meira
Innova varð á meðal fimm umsvifamestu fyrirtækja í byggingageiranum að undangengnum samruna Stafna á milli við tvö önnur verktakafyrirtæki. Starfsmenn voru rúmlega tvö hundruð og veltan í kringum sjö milljarðar króna. Forstjóri fyrirtækisins var Engilbert Runólfsson. Hann sat inni fyrir aðild að fíkniefnainnflutningi fyrir fimmtán árum en varð stórtækur á fasteignamarkaði eftir aldamótin. Engilbert stýrði Stafna á milli og átti ásamt öðrum hugmyndina að því að kaupa fyrirtækin JB Byggingafélag og Ris árið 2007. Kaupverð JB Byggingafélags nam á fjórða milljarð króna og lánaði VBS til kaupanna með stuðningi gamla Landsbankans eftir áreiðanleikakönnun KPMG. Viðmælendur Fréttablaðsins segja þetta hafa verið alltof hátt mat. Engilbert segir VBS hafa stýrt ferlinu og sett mark sitt á rekstur Stafna á milli eftir samruna við fyrirtækin. „Það var mat VBS og Landsbankans að verðið væri sanngjarnt. Þeir (VBS) gíruðu þetta allt upp í loft til að láta CAD-reglurnar stemma. Við sáum aldrei krónu af þessu,“ segir hann og bendir á að skuldir Innova hafi hækkað við fyrirtækjakaupin. „Það voru engir peningar á ferðinni heldur talnaleikur hjá VBS,“ segir hann. Engilbert kannast ekki við eignafærslurnar í ársreikningi Innova í árslok 2007 en segir VBS hafa stýrt þeim. Eignamatið hafi byggt á væntu söluandvirði þeirra fasteigna sem rísa áttu á lóðunum. „Þeir voru alltaf með Fjármálaeftirlitið á bakinu á þessum tíma og redduðu sér með svona gjörningum. En verð á þessum tíma var svona. Menn voru að borga fimmtán milljónir fyrir lóðir undir íbúðir í fjölbýli á þessum tíma. Þetta var orðið algjört brjálæði. Allir í bransanum hefðu þegið þessi bankalán. Menn sáu ekkert fram undan nema að góðærið myndi halda áfram. Allir voru á ballinu en svo voru ljósin slökkt,“ segir hann. „Þetta voru góð verkefni. Ef þau hefðu haldið áfram hefði þetta allt gengið upp.“
Tengdar fréttir Fengu milljarða út á hús sem aldrei risu VBS fjárfestingarbanki lánaði fyrirtæki Engilberts Runólfssonar milljarða króna til ýmissa fasteignaverkefna með veði í fasteignum sem aldrei risu. 10. janúar 2011 06:00 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Sjá meira
Fengu milljarða út á hús sem aldrei risu VBS fjárfestingarbanki lánaði fyrirtæki Engilberts Runólfssonar milljarða króna til ýmissa fasteignaverkefna með veði í fasteignum sem aldrei risu. 10. janúar 2011 06:00