Innlent

Vill Agnesi á bak við lás og slá

Ingi Freyr Vilhjálmsson, fréttastjóri á DV, krefst þess að Agnes Bragadóttir, blaðamaður Morgunblaðsins, verði dæmd í fangelsi fyrir ærumeiðandi ummæli í sinn garð. Hann telur brotið svo alvarlegt að ekki sé rétt að sú fangelsisrefsing verði skilorðsbundin. Þetta kemur fram í stefnu sem þingfest verður í Héraðsdómi á fimmtudag.

Málið snýst um fréttaflutning Morgunblaðsins af dularfullri fartölvu sem fannst á Alþingi og meintum tengslum hennar við pilt sem talinn er hafa stolið gögnum frá Milestone. Í Morgunblaðinu sagði að Ingi væri grunaður um að hafa greitt piltinum fyrir að stela gögnunum, birt upp úr þeim fréttir og hefði réttarstöðu grunaðs manns í rannsókninni.

Ingi fullyrðir að þetta sé uppspuni. „Það virðist því hafa verið einlægur ásetningur stefndu að meiða æru stefnanda," segir í stefnu. Brotin hafi verið harð­svíruð og afleiðingar þeirra alvarlegar fyrir Inga.

Ingi krefst jafnframt tveggja milljóna í bætur auk hálfrar milljónar til að kosta birtingu dómsins opinberlega.

- sh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×