Erlent

Fyrstu loftárásirnar á Líbíu hugsanlega í nótt

Herþotur. Myndin er úr safni.
Herþotur. Myndin er úr safni.
Hugsanlega hefjast fyrstu loftárásirnar gegn Líbíu strax í nótt samkvæmt fréttavef BBC en öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykktu á ellefta tímanum flugbann og víðtækar aðgerðir gegn Líbíu til þess að vernda borgara landsins.

Ótrúlegur fögnuður hefur brotist út í Benghazi, næststærstu borg Líbíu, en Gaddafi hafði hótað að ráðast á borgina strax í nótt. Fjölmargir höfðu flúið borgina, þar á meðal fréttamenn og hjálparstofnanir.

Bandaríkjamenn verða líklega ekki með í fyrstu árásunum á hernaðarlega mikilvæg skotmörk Líbíu. Bretar og Frakkar munu líklega fá hernaðarlega aðstoð frá vinveittum arabaríkjum.

Ákvörðun öryggisráðsins voru samþykkt með tíu atkvæðum. Fimm sátu hjá en enginn greiddi atkvæði gegn þeim. Utanríkisráðherra Frakka, Alain Juppe, sagði aðgerðirnar nauðsynlegar til þess að verja borgarana frá ofbeldi af hálfu hermanna Gaddafis, sem hótuðu miskunnarlausum árásum gegn þeim sem myndu mæta þeim.

Hið athyglisverða er hinsvegar að Gaddafi hótaði í ávarpi í Líbíu fyrr í kvöld að hann myndi ráðast á skipaumferð á Miðjarðarhafinu ef alþjóðasamfélagið myndi skipta sér af átökunum. Hvort hann standi við orðin er óljóst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×