Erlent

Muammar Gaddafi: Ef heimurinn verður brjálaður, þá verðum við brjálaðir

Gaddafi er tilbúinn til þess að verða alveg brjálaður.
Gaddafi er tilbúinn til þess að verða alveg brjálaður.
Muammar Gaddafi hótaði þeim, sem skipta sér af átökum í landinu, öllu illu í hljóðávarpi sem var birt á ríkissjónvarpsstöðinni í Líbíu í kvöld. Orðum sínum beindi hann til þeirra sem hyggjast koma á flugbanni yfir Líbíu en öryggisráð Sameinuðu þjóðanna funda um málið og má búast við niðurstöðu eftir klukkan tíu í kvöld.

Gaddafi hefur beitt flugher sínum til þess að brjóta á bak aftur vopnaðri uppreisn Líbíumanna.

Gaddafi sagði í ávarpinu: „Ef heimurinn verður brjálaður, þá verðum við brjálaðir."

Gaddafi hefur átt í stórsókn undanfarna daga og er svo komið að stjórnarherinn hefur hafið loftárásir á Benghazi, sem er næst stærsta borg Líbíu.

Í ávarpi sínu til þjóðarinnar sagði Gaddafi að svikurum yrðu engin miskunn sýnd.

„Við erum að koma," sagði hann svo þegar hann hvatti uppreisnarmenn til þess að leggja niður vopn.

Gaddafi sagði allar tilraunir til þess að koma á flugbanni yrði mætt af hernaðarlegri hörku og að miðjarðarhafið lægi undir. Þannig myndu herir Gaddafis ráðast á umferð á hafinu af öllum mætti ef Sameinuðu þjóðirnar reyna að sitja á flugbann.

Atkvæðagreiðsla um flugbannið fer að hefjast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×