Erlent

Njósnaflugvélar gegn fíkniefnagengjum í Mexíkó

Stjórnvöld í Mexíkó hafa staðfest að Bandaríkjamenn hafi notað ómannaðar njósnaflugvélar til að afla upplýsinga um stærstu fíkniefnagengin í Mexíkó.

Þetta njósnaflug var að beiðni stjórnvalda í Mexíkó. Megnið af njósnafluginu hefur verið í norðurhluta Mexíkó og meðfram landamærunum að Bandaríkjunum.

Að sögn The New York Times, sem fyrst greindi frá þessu, sýnir njósnaflugið að Bandaríkjamenn hafi vaxandi áhuga á því að blanda sér í fíkniefnastríðið í Mexíkó sem kostað hefur þúsundir manna lífið á undanförnum árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×