Innlent

Eitt mesta fæðingaár Íslandssögunnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gríðarlegur fjöldi barna fæddist á síðasta ári.
Gríðarlegur fjöldi barna fæddist á síðasta ári.

Árið í fyrra var þriðja mesta fæðingaár Íslandssögunnar. Þá fæddust 4.907 börn á Íslandi. Þar af voru 2.523 drengir og 2.384 stúlkur, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Einungis tvisvar áður hafa fleiri börn komið í heiminn á einu ári. Það var árin 2009 og 1960. Árið 2009 fæddust 5.026 börn og 4.916 árið 1960.

Meðalaldur mæðra hefur hækkað jafnt og þétt síðustu áratugi og konur eignast sitt fyrsta barn síðar á ævinni en áður var. Frá byrjun sjöunda áratugarins og fram yfir 1980 var meðalaldur frumbyrja undir 22 árum en eftir miðjan níunda áratuginn hefur meðalaldur frumbyrja hækkað upp í tæp 27 ár. Algengasti barneignaaldurinn er á milli 25 og 29 ára.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×