Erlent

Bjargaði lífi hunds með því að beita munn við munn aðferðinni

Mike með hundinum Sunny. Skjáskot af vefsíðu metro.co.uk
Mike með hundinum Sunny. Skjáskot af vefsíðu metro.co.uk
Slökkviliðsmaðurinn Mike Dunn beitti heldur óvenjulegri aðferð í vinnu sinni á dögunum þegar hann bjargaði lífi hunds sem var inni í brennandi húsi.

Þegar slökkviliðsmenn komu að húsinu sem stóð í ljósum logum tóku þeir eftir því að hundurinn Sunny lá á gólfinu. Þeir héldu fyrst að hann væri dáinn og báru hann út úr húsinu. Þar tók Mike við hundinum sem sýndi engin merki um að vera á lífi. Hann tók þá upp á því að beita munn við munn aðferðinni á hundinn.

Um hálftíma síðar fór hundurinn Sunny sýna lífsmark og lét þá Mike súrefnisgrímu á trýnið á hundinum. Þegar hundurinn fór að gelta brutust út mikil fagnaðarlæti.

Mike segir við breska fjölmiðla að hann hafi aldrei heyrt að aðferðinni væri beitt á dýr en ekki sakaði að prófa því hún virkaði á manneskjur.

Eigendur hundsins fóru út í búð að versla þegar kviknaði í húsinu þeirra. Þau segja að Mike sé hetja eftir að hafa bjargað lífi hundsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×