Erlent

Charlie Sheen að snúa aftur í Two and a Half Men?

Mynd/AP
Nýjustu fregnir úr Hollywood herma að leikarinn Charlie Sheen verði mögulega endurráðinn í sjónvarpsþáttinn vinsæla Two and a Half Men. Gustað hefur um stjörnuna síðustu vikur eftir að hann hellti sér yfir framleiðendur þáttanna og hagaði sér almennt stórundarlega. Í kjölfarið var hann rekinn. Nú segja heimildir úr innsta hring leikarans að honum verði boðið hlutverkið að nýju. Sheen var áður en hann var rekinn hæst launaði leikarinn í bandarísku sjónvarpi og fékk rúmar hundrað og þrjátíu milljónir fyrir hvern þátt.


Tengdar fréttir

Charlie Sheen selur kókómjólk á Twitter

Charlie Sheen hefur sett leikferil sinn á hilluna í bili og einbeitir sér að viðskiptum í augnablikinu. Sheen hefur tekið að sér að selja Broquiere kókómjólk á Twitter síðu sinni. Kókómjólkin hefur rokselst eftir að Sheen fór að mæla með henni.

Tekur Charlie Sheen á þetta

Eftir að leikarinn Charlie Sheen, 45 ára, fékk reisupassann frá framleiðendum sjónvarpsþáttarins Two And A Half Men síðasta mánudag hafa verið uppi getgátur um hver fær hlutverkið. Framleiðendur sendu tilkynningu þess efnis að félagi Charlie, leikarinn Rob Lowe, mun ekki taka að sér hlutverk Charlie. Í meðfylgjandi myndskeiði má hinsvegar sjá leikarann Jerry O'Connell þreyta einhverskonar inntökupróf fyrir hlutverkið fyrir Two And A Half Men sem Charlie og gerir það ágætlega.

Charlie Sheen er lítið barn

Charlie Sheen er vafalítið aðalstjarnan það sem af er þessa árs en sífellt fleiri efast um geðheilbrigði leikarans. Bæði bróðir og faðir leikarans tjáðu sig um ástandið á honum um helgina.

Charlie gjörsamlega búinn að missa það

Leikarinn Charlie Sheen, sem var í dag formlega rekinn úr sjónvarpsþættinum Two and a Half Men eftir allt bílífið, bullar og ruglar núna í beinni á netinu. Meðfylgjandi má sjá hann tala við félaga sinn í síma á sama tíma og hann reykir og drekkur. Eins og myndbandið sýnir er leikarinn gjörsamlega búinn að missa það. Hann neitar að sýna hvað hann drekkur því hann fær ekki borgað fyrir það og sýgur meðal annars sígarettuna í gegnum nefið á milli þess sem hann segir eintóma þvælu.

Charlie heldur áfram að toppa sjálfan sig... í eldhúsinu

Leikarinn Charlie Sheen heldur áfram að toppa sjálfan sig en í þetta skiptið sýnir leikarinn í samvinnu við vefsíðuna FunnyOrDie.com hvernig á að elda. Uppskriftina sem Charlie eldar í meðfylgjandi myndbandi kallar hann Winning-uppskriftina.

Darraðardans Charlie Sheen eykur vinsældir fréttaþátta

Fall leikarans Charlie Sheen hefur verið á allra vörum í Hollywood undanfarnar vikur. Hann hefur verið rekinn úr hlutverki sínu í gamanþáttunum Two and a Half Men, en á meðan aukast vinsældir þeirra sem fjalla um leikarann.

Sheen vill 12 milljarða frá Warner Bros

Charlie Sheen hefur stefnt Warner Bros, fyrrverandi vinnuveitanda sínum og Chuck Lorre, framleiðanda Two and a Half Men. Hann krefst 100 milljóna bandaríkjadala í bætur, en Sheen var rekinn úr þáttunum fyrr í vikunni.

Alec Baldwin biður Charlie Sheen um að fara í sturtu

„Leggðu þig, farðu í sturtu og grátbiddu um starfið. Aðdáendur þínir krefjast þess,“ segir leikarinn Alec Baldwin, úr sjónvarpsþættinum 30 Rock, um Charlie Sheen sem fyrr í mánuðinum var rekinn var úr sjónvarpsþáttaröðinni Two And A Half Men.

Charlie Sheen ætlar í mál

Hæst launaði sjónvarpsleikari Bandaríkjanna, Charlie Sheen ætlar að kæra fyrrverandi vinnuveitendur sína sem ráku hann í gærkvöldi. Warner Bros, sem framleiðir vinsælu gamanþættina Two and a Half Men, tilkynnti um brottreksturinn í gærkvöldi.

Stern er ekki sama

Hinn umdeildi útvarpsmaður Howard Stern prýðir forsíðu næsta tölublaðs Rolling Stone og ræðir meðal annars um skilnað sinn og seinna hjónaband sitt. Hann talar einnig um hegðun leikarans Charlie Sheen sem hann sagðist heillaður af.

Hver sagði hvað - Gaddafi eða Charlie Sheen?

Um fáa hefur verið meira rætt og ritað síðustu vikurnar en einræðisherrann Muammar Gaddafi og sjónvarpsstjörnuna Charlie Sheen. Báðir hafa verið í vandræðum heimafyrir, Gaddafi hefur ofboðið landsmönnum sínum og Sheen hefur ofboðið framleiðendum þáttarins Two and a Half Men.

Charlie í beinni á hlaupabrettinu

Leikarinn Charlie Sheen, 45 ára, var óvenju hress í beinni útsendingu heima hjá sér á hlaupabrettinu að spjalla við stjórnendur útvarpsþáttar í Kaliforníu þar sem leikarinn bað meðal annars leikarann Jon Cryer, fyrrum samstarfsfélaga sinn í sjónvarpsþættinum Two And A Half Men, 50% afsökunar því hann hraunaði yfir Jon á netinu af því að hann hafði ekki samband við sig eftir að hann var rekinn síðasta mánudag. Í meðfylgjandi myndskeiði má hlusta á viðtalið við Charlie og horfa á stjórnendur útvarpsþáttarins spalla við leikarann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×