Erlent

Aftur byrjað að kæla kjarnaofnana í Fukushima

Mynd frá fyrstu sprengingunni sem varð í Fukushima
Mynd frá fyrstu sprengingunni sem varð í Fukushima
Vinna er á ný hafin við að kæla kjarnaofnana í Fukushima kjarnorkuverinu.

Tafir urðu á starfinu þegar reykur og hvít gufa fór að berast frá tveimur ofnanna sem verst urðu úti í jarðskjálftanum þann ellefta mars síðastliðinn og flóðbylgjunni sem fylgdi í kjölfarið.

Talsmaður ríkisstjórnar Japans segir að ómögulegt sé að segja hvað olli reyknum því starfsmenn sjá ekki hvað gengur á inni í byggingunum sem hýsa kjarnakljúfana.

Nú hafa starfsmennirnir snúið aftur til vinnu sinnar eins og áður sagði en þeir reyna að kæla kjarnaofnana og segja yfirvöld að það hafi gengið betur síðustu daga en til að byrja með. Meðal annars tókst þeim í gær að koma rafmagni að kjarnorkuverinu og setja kælikerfi versins aftur í gang.

Staðfest tala látinna af völdum skjálftans og flóðbylgjunnar er nú rúmlega níu þúsund manns en rúmlega tólf þúsund er enn saknað.

Um 350 þúsund manns búa í búðum sem komið var upp fyrir þá sem misstu heimili sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×