Erlent

Knútur var veikur í heila

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Knútur drapst um helgina og vakti þar með sorg meðal margra. Mynd/ afp.
Knútur drapst um helgina og vakti þar með sorg meðal margra. Mynd/ afp.
Dánarorsök ísbjarnarins Knúts er nú kunn. Upplýst hefur verið um hana í krufningaskýrslu. Margar kenningar hafa verið settar fram um það hvers vegna björnin drapst en nú er búið að taka af öll tvímæli með krufningaskýrslunni. Björninn drapst vegna sjúkdóms í heila, segir í blaðinu BZ News aus Berlin sem greinir frá krufningaskýrslunni.

Hinn fjögurra ára gamli Knútur drapst síðdegis á laugardag fyrir framan gesti og gangandi í dýragarðinum í Berlin. Hann gekk hring eftir hring í gryfjunni sinni áður en hann loksins féll í sundlaugina sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×