Erlent

Rollingar rífast

Glimmerbræður Richards og Jagger á góðri stund
Glimmerbræður Richards og Jagger á góðri stund

Svo virðist sem hin geðgóði og ódrepandi rokkhundur, Mick Jagger sé farinn í fýlu úti nánasta samstarfsmann sinn til nær fimmtíu ára, Keith Richards. Hefur þetta sett fyrirhugaða tónleikaferð hljómsveitarinnar Rolling Sones í uppnám.

Ástæða fýlunnar eru ummæli sem Richards viðhafði í nýútkominni ævisögu sinni, en þar gantaðist Richards með ,,manndóm" söngvarans og vitnaði í nafntogaðar konur, sem sögðu farir sínar ekki sléttar eftir kynni sín af ,,manndómi" Jaggers.

Keith sagði einnig að Jagger væri óþolandi og kallaði hann ýmsum nöfnum. Að sögn Daily Mirror, viðhafði Richards svipuð ummæli fyrir 5 árum síðan, en nú tók steininn úr, að mati Mick Jagger.

,,Honum sárnaði, að þetta skildi allt vera dregið aftur fram í sviðsljósið," sagði heimildarmaður við Daily Mirror. Eins og fyrr segir er fyrirhuguð tónleikaferð, sem átti að hefjast í október, í uppnámi en einnig eru skipuleggjendur Ólympíuleikanna, sem verða haldnir í London á næsta ári, óttaslegnir, enda var gert ráð fyrir að ,,Rollingarnir" kæmu fram á setningarathöfninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×