Fjölskyldan í Aratúni hótar sjö einstaklingum lögsókn Andri Ólafsson skrifar 3. febrúar 2011 18:54 Fjölskylda sem átti í harðvítugum nágrannadeilum í Aratúni í Garðabæ hefur hótað sjö einstaklingum lögsókn og krefst hundruð þúsunda króna í skaðabætur ef þeir biðjast ekki afsökunar á ummælum sem þeir létu falla um fjölskylduna á netinu. Síðasta sumar var töluvert fjallað um nágrannaerjurnar í Aratúni í fjölmiðlum. Þar höfðu tvær fjölskyldur deilt í áraraðir. Fréttir af framkomu annarar fjölskyldunnar vöktu mikil og hörð viðbrögð, sérstaklega ef marka má ýmis ummæli sem látin voru falla í athugasemdakerfi dv.is Einn skrifaði að setja ætti fjölskylduna í vel afgirt búr í húsdýragarðinum Annar sagði að best væri fyrir samfélagið að fjölskyldunni yrði fargað eins og skepnum. Og enn annar sagði það ætti kála þessu helvítis drasli. Fjölskyldan í Aratúni hefur nú sent sjö einstaklingum bréf þar sem þeim er boðið að borga 100 þúsund krónur í skaðabætur, draga ummæli sín tilbaka og biðjast afsökunar. Einstaklingarnir sjö hafa fram á sunnudag til að taka þessu boði. Geri þeir það ekki mun fjölskyldan höfða meiðyrðamál. Ekki aðeins verður höfað meiðyrðamál á hendur þeim sem skrifuðu ummælin, heldur einni á hendur DV fyrir að hýsa þau á fréttasíðu sinni. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður segir að ástæðan sé sú að ærumeiðing sé eitt en dreifing ummæla sé sjálfstætt brot Vilhjálmur segist telja að þetta sé fyrsta málið þar sem tekist verður á um ummæli úr athugasemdakerfum fyrir dómstólum. „Það er kominn tími til þess að það sé komið böndum á þessa umræðu í netheimum," segir Vilhjálmur. Þau séu komin út fyrir öll velsæmismörk. Fólk verði að átta sig á því að ummæli sem séu látin falla á netinu geti verið alveg jafn ærumeiðandi og ummæli í blaðagrein. Eftir að lögmaður fjölskyldunanr sendi þessi bréf hefur henni borist nafnlausar hótanir í sms skeytum. Nágrannadeilur Garðabær Nágrannadeilur í Aratúni Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Fjölskylda sem átti í harðvítugum nágrannadeilum í Aratúni í Garðabæ hefur hótað sjö einstaklingum lögsókn og krefst hundruð þúsunda króna í skaðabætur ef þeir biðjast ekki afsökunar á ummælum sem þeir létu falla um fjölskylduna á netinu. Síðasta sumar var töluvert fjallað um nágrannaerjurnar í Aratúni í fjölmiðlum. Þar höfðu tvær fjölskyldur deilt í áraraðir. Fréttir af framkomu annarar fjölskyldunnar vöktu mikil og hörð viðbrögð, sérstaklega ef marka má ýmis ummæli sem látin voru falla í athugasemdakerfi dv.is Einn skrifaði að setja ætti fjölskylduna í vel afgirt búr í húsdýragarðinum Annar sagði að best væri fyrir samfélagið að fjölskyldunni yrði fargað eins og skepnum. Og enn annar sagði það ætti kála þessu helvítis drasli. Fjölskyldan í Aratúni hefur nú sent sjö einstaklingum bréf þar sem þeim er boðið að borga 100 þúsund krónur í skaðabætur, draga ummæli sín tilbaka og biðjast afsökunar. Einstaklingarnir sjö hafa fram á sunnudag til að taka þessu boði. Geri þeir það ekki mun fjölskyldan höfða meiðyrðamál. Ekki aðeins verður höfað meiðyrðamál á hendur þeim sem skrifuðu ummælin, heldur einni á hendur DV fyrir að hýsa þau á fréttasíðu sinni. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður segir að ástæðan sé sú að ærumeiðing sé eitt en dreifing ummæla sé sjálfstætt brot Vilhjálmur segist telja að þetta sé fyrsta málið þar sem tekist verður á um ummæli úr athugasemdakerfum fyrir dómstólum. „Það er kominn tími til þess að það sé komið böndum á þessa umræðu í netheimum," segir Vilhjálmur. Þau séu komin út fyrir öll velsæmismörk. Fólk verði að átta sig á því að ummæli sem séu látin falla á netinu geti verið alveg jafn ærumeiðandi og ummæli í blaðagrein. Eftir að lögmaður fjölskyldunanr sendi þessi bréf hefur henni borist nafnlausar hótanir í sms skeytum.
Nágrannadeilur Garðabær Nágrannadeilur í Aratúni Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira