Erlent

Áfall fyrir hægristjórn Merkel

Fyrstu útgönguspár sýndu sigur vinstriflokkanna.
fréttablaðið/AP
Fyrstu útgönguspár sýndu sigur vinstriflokkanna. fréttablaðið/AP
„Við höfum tryggt okkur sögulegan kosningasigur,“ sagði Winfried Kretschmann, leiðtogi Græningja í þýska sambandslandinu Baden-Württemberg, í gær.

Útgönguspár sýndu að Græningjar hafa tvöfaldað fylgi sitt og fengu 24 prósent atkvæða í kosningunum. Sósíaldemókratar töpuðu nokkru fylgi, en fengu þó rúm 23 atkvæða, sem gerir þessum tveimur vinstriflokkum kleift að mynda landsstjórn.

Kristilegir demókratar hafa verið við völd samfleytt í Baden-Württemberg í nærri sextíu ár. Ósigur flokksins nú er því mikið áfall, einnig fyrir Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sem er leiðtogi flokksins á landsvísu.

Græningjar þakka sigur sinn að verulegu leyti almennri andstöðu Þjóðverja við kjarnorkuver. Sú andstaða hefur magnast mjög í kjölfar hamfaranna í Japan og vandræðin í kjarnorkuverinu í Fukushima.

Merkel kanslari hefur þó ákveðið að standa við áform um að allri kjarnorkuvinnslu í landinu verði hætt innan tveggja áratuga.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×