Innlent

„Dresscode“ á balli Samfés - flegnir bolir bannaðir

Frá balli Samfés árið 2009
Frá balli Samfés árið 2009
Mun strangari reglur um klæðaburð gilda á balli Samfés í ár, Samtaka félagsmiðstöðva. Í bréfi sem stjórn Samfés hefur sent til grunnskólanema og starfsfólks félagsmiðstöðva kemur fram að fjölmargar athugasemdir hafi borist vegna klæðaburðar krakkanna á undanförnum árum. Nú er því brugðist við þeim athugasemdum með ströngum reglum um klæðaburð, svokölluðum „dresscode."

Í reglunum segir meðal annars:

  1. Ef klæðast á kjól eða pilsi sem nær EKKI niður fyrir hné skal klæðast lituðum sokkabuxum eða leggins sem ná niður á ökkla (s.s. hjólabuxur ekki í lagi).
  2. Varast skal að klæðast of flegnum bolum eða kjólum.
  3. Ekki er leyfilegt að vera með skyrtur alveg fráhnepptar né að vera ber að ofan.
  4. Vanda skal val á skóm og beita skynseminni í þeim efnum, þetta er langt ball þar sem fá tækifæri gefast til að setjast og hvíla sig- margar stúlkur sem hafa ákveðið að vera í háum hælum eru oftar en ekki komnar úr þeim á leiðinni í höllina. Tíðustu slysin er af völdum hárra hæla, hælsæra og ef búið er að stíga á berar tær.


„Krökkum sé brjóta þetta verður umsvifalaust vísað í sér herbergi á bak við þar sem þau þurfa að bíða þar til farið verður heim, frekar fúlt," segir í bréfinu.

Ballið verður haldið fyrstu helgina í mars en panta þarf miða fyrir 14. febrúar.

Sjá nánar á vef Samfés.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×