Ólafur Ragnar: Lykillinn að sjálfstæði í grænni orku Þorbjörn Þórðarson í New York skrifar 9. febrúar 2011 15:45 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á jarðhitaþinginu í morgun. Hann flutti setningarræðuna á þinginu. Mynd/Egill Aðalsteinsson Lykillinn að því að gera Bandaríkin óháð erlendum orkugjöfum gæti legið í jarðhita og grænni orku. Þetta sagði forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, þegar hann ávarpaði sérstaka ráðstefnu um fjármögnun jarðhitaverkefna (Geothermal Energy Finance Forum) í New York á vegum Jarðhitasamtaka Bandaríkjanna og fleiri aðila á Ritz-Carlton hótelinu. Forsetinn var með setningarræðuna á ráðstefnunni í morgun, en ráðstefnuna sækir fjöldi sérfræðinga og forystumanna í jarðhitamálum, bæði frá Bandaríkjunum og öðrum löndum. „Það sem er áhugaverðast er að forsetinn skuli ávarpa þessa ráðstefnu. Það segir eitthvað," sagði Karl Gawell, framkvæmdastjóri Jarðhitasamtaka Bandaríkjanna, (Geothermal Energy Association) sem þakkaði forsetanum fyrir að koma og Íslandsbanka fyrir að eiga mikinn þátt því að ráðstefnan varð að veruleika. Ólafur Ragnar er á eigin vegum í New York og sækir ekki ráðstefnuna í boði Íslandsbanka. Forsetinn sagði að jarðhiti og þekking á nýtingarmöguleikum hans gæti haft grundvallarþýðingu fyrir Bandaríkjamenn ef þeir ætluðu að leggja áherslu á nýja orkugjafa í framtíðinni verða óháðir öðrum með orku. Hitastigið á Íslandi eins og í Karabíska hafinu í samanburði „Ég trúi því mjög staðfastlega að það sem mun hafa mest áhrif á umbreytingu til notkunar nýrra orkugjafa liggi í jarðhitakerfum fyrir íbúðir og heimili," sagði forsetinn. Hann vísaði þar til þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað í Kína og sagði að Bandaríkjamenn mættu ekki dragast aftur úr í þessum efnum. Kínverjar væru komnir langt í umbreytingu yfir í hreina orkugjafa. Forsetinn rifjaði upp að íslensk fyrirtæki hefðu átt mikinn þátt í uppbyggingu á húshitunarkerfum í Xianyang í Kína. Forsetinn sló á létta strengi og sagði að umræða um hitun húsa með þessari tækni væri sérstaklega viðeigandi núna þar sem kuldinn í New York væri það mikill að í samanburði væri hitastigið á Íslandi eins og í Karabíska hafinu! Við góð viðbrögð fundargesta sem hlógu dátt. Eins stigs frost er í borginni en vegna rakastigsins er kuldinn mun meiri. Þekking á jarðhita haft mikila þýðingu fyrir Ísland „Þriðjung ævi minnar var Ísland ætti fátækasta ríki í Evrópu, en bylting í jarðhitatækni og þekking okkar á þessu sviði hefur haft afar mikla þýðingu fyrir Ísland til að takast á við áfallið sem tengdist fjármálakreppunni. Því þessi þekking og auðlindir gera landið að áhugaverðum fjárfestingarkosti fyrir útlendinga," sagði forsetinn. Og benti á að fyrirtæki frá Bandaríkjunum, Kína og Rússlandi væru nú að beina sjónum sínum sérstaklega að Íslandi. „Af hverju erum við að jafna okkur hraðar á fjármálakreppunni en aðrar þjóðir? Meðal annars vegna þessarar umbreytingar í orkumálum á fyrri áratugum, sem veitir okkur mikla vörn fyrir áföllum," sagði forsetinn. Og var þar að vísa til þess hversu lítill hluti orku- og húshitunarkostnaður væri í útgjöldum íslenskra heimila. Gott að hafa orkusérfræðing í embætti utanríkisráðherra Forsetinn sagði að Ísland nyti góðs af því að núverandi utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, væri fyrrverandi ráðherra orkumála og hefði meiri þekkingu á þessum málum, orku- og jarðhitamálum, en ráðherrar annarra ríkja. Ólafur Ragnar sagði að jöklarnir á Íslandi væru að bráðna hratt. Loftslagsbreytingar á Norðurslóðum væru að gerast mun hraðar en á öðrum stöðum í heiminum. Íbúar á Maldíveyjum vissu þetta betur en aðrir, því loftslagsbreytingar á Norðurslóðum hefðu haft mikil áhrif á skert lífskjör þar. Forsetinn sagði að Íslendingar gætu boðið upp á klæðskerasniðnar lausnir í jarðhitamálum vegna þeirrar tækni sem nú væri í boði þegar kæmi t.d að borunum. Kínverjar gætu komist fram úr Bandaríkjunum og Evrópu Ólafur Ragnar sagði að Kínverjar gætu komist fram úr Bandaríkjamönnum miðað við hversu langt þeir væru komnir áfram í tilraunum sínum í umbreytingu yfir í hreina orkugjafa. Hann sagði að vestrænar þjóðir þyrftu að líta í eigin barm vegna mikillar framþróunar Kínverja. En markmið Kínverjar væri að verða óháðir öðrum orkugjöfum. „Ég átti nýlega samtal við forstjóra Rio Tinto, og þegar við ræddum þessa umbreytingu yfir í hreina orkugjafa í Kína sagði hann að kannski gæti Kína náð þessu markmiði á næstu fimm árum. Ég verð að segja, að ég er efins um þetta, svo ég tel að þetta verði í lok þessa áratugar. En það er athyglisvert að hann skuli telja að Kínverjar muni komast fram úr bæði Bandaríkjamönnum um Evrópuþjóðum í þessum efnum," sagði forsetinn. Hann sagði að þetta væri mikil áminning fyrir þá sem hefðu áhyggjur af valdahlutföllunum í heiminum, þar sem þau væru nátengd því hversu þjóðir væru háðar orku. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Lykillinn að því að gera Bandaríkin óháð erlendum orkugjöfum gæti legið í jarðhita og grænni orku. Þetta sagði forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, þegar hann ávarpaði sérstaka ráðstefnu um fjármögnun jarðhitaverkefna (Geothermal Energy Finance Forum) í New York á vegum Jarðhitasamtaka Bandaríkjanna og fleiri aðila á Ritz-Carlton hótelinu. Forsetinn var með setningarræðuna á ráðstefnunni í morgun, en ráðstefnuna sækir fjöldi sérfræðinga og forystumanna í jarðhitamálum, bæði frá Bandaríkjunum og öðrum löndum. „Það sem er áhugaverðast er að forsetinn skuli ávarpa þessa ráðstefnu. Það segir eitthvað," sagði Karl Gawell, framkvæmdastjóri Jarðhitasamtaka Bandaríkjanna, (Geothermal Energy Association) sem þakkaði forsetanum fyrir að koma og Íslandsbanka fyrir að eiga mikinn þátt því að ráðstefnan varð að veruleika. Ólafur Ragnar er á eigin vegum í New York og sækir ekki ráðstefnuna í boði Íslandsbanka. Forsetinn sagði að jarðhiti og þekking á nýtingarmöguleikum hans gæti haft grundvallarþýðingu fyrir Bandaríkjamenn ef þeir ætluðu að leggja áherslu á nýja orkugjafa í framtíðinni verða óháðir öðrum með orku. Hitastigið á Íslandi eins og í Karabíska hafinu í samanburði „Ég trúi því mjög staðfastlega að það sem mun hafa mest áhrif á umbreytingu til notkunar nýrra orkugjafa liggi í jarðhitakerfum fyrir íbúðir og heimili," sagði forsetinn. Hann vísaði þar til þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað í Kína og sagði að Bandaríkjamenn mættu ekki dragast aftur úr í þessum efnum. Kínverjar væru komnir langt í umbreytingu yfir í hreina orkugjafa. Forsetinn rifjaði upp að íslensk fyrirtæki hefðu átt mikinn þátt í uppbyggingu á húshitunarkerfum í Xianyang í Kína. Forsetinn sló á létta strengi og sagði að umræða um hitun húsa með þessari tækni væri sérstaklega viðeigandi núna þar sem kuldinn í New York væri það mikill að í samanburði væri hitastigið á Íslandi eins og í Karabíska hafinu! Við góð viðbrögð fundargesta sem hlógu dátt. Eins stigs frost er í borginni en vegna rakastigsins er kuldinn mun meiri. Þekking á jarðhita haft mikila þýðingu fyrir Ísland „Þriðjung ævi minnar var Ísland ætti fátækasta ríki í Evrópu, en bylting í jarðhitatækni og þekking okkar á þessu sviði hefur haft afar mikla þýðingu fyrir Ísland til að takast á við áfallið sem tengdist fjármálakreppunni. Því þessi þekking og auðlindir gera landið að áhugaverðum fjárfestingarkosti fyrir útlendinga," sagði forsetinn. Og benti á að fyrirtæki frá Bandaríkjunum, Kína og Rússlandi væru nú að beina sjónum sínum sérstaklega að Íslandi. „Af hverju erum við að jafna okkur hraðar á fjármálakreppunni en aðrar þjóðir? Meðal annars vegna þessarar umbreytingar í orkumálum á fyrri áratugum, sem veitir okkur mikla vörn fyrir áföllum," sagði forsetinn. Og var þar að vísa til þess hversu lítill hluti orku- og húshitunarkostnaður væri í útgjöldum íslenskra heimila. Gott að hafa orkusérfræðing í embætti utanríkisráðherra Forsetinn sagði að Ísland nyti góðs af því að núverandi utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, væri fyrrverandi ráðherra orkumála og hefði meiri þekkingu á þessum málum, orku- og jarðhitamálum, en ráðherrar annarra ríkja. Ólafur Ragnar sagði að jöklarnir á Íslandi væru að bráðna hratt. Loftslagsbreytingar á Norðurslóðum væru að gerast mun hraðar en á öðrum stöðum í heiminum. Íbúar á Maldíveyjum vissu þetta betur en aðrir, því loftslagsbreytingar á Norðurslóðum hefðu haft mikil áhrif á skert lífskjör þar. Forsetinn sagði að Íslendingar gætu boðið upp á klæðskerasniðnar lausnir í jarðhitamálum vegna þeirrar tækni sem nú væri í boði þegar kæmi t.d að borunum. Kínverjar gætu komist fram úr Bandaríkjunum og Evrópu Ólafur Ragnar sagði að Kínverjar gætu komist fram úr Bandaríkjamönnum miðað við hversu langt þeir væru komnir áfram í tilraunum sínum í umbreytingu yfir í hreina orkugjafa. Hann sagði að vestrænar þjóðir þyrftu að líta í eigin barm vegna mikillar framþróunar Kínverja. En markmið Kínverjar væri að verða óháðir öðrum orkugjöfum. „Ég átti nýlega samtal við forstjóra Rio Tinto, og þegar við ræddum þessa umbreytingu yfir í hreina orkugjafa í Kína sagði hann að kannski gæti Kína náð þessu markmiði á næstu fimm árum. Ég verð að segja, að ég er efins um þetta, svo ég tel að þetta verði í lok þessa áratugar. En það er athyglisvert að hann skuli telja að Kínverjar muni komast fram úr bæði Bandaríkjamönnum um Evrópuþjóðum í þessum efnum," sagði forsetinn. Hann sagði að þetta væri mikil áminning fyrir þá sem hefðu áhyggjur af valdahlutföllunum í heiminum, þar sem þau væru nátengd því hversu þjóðir væru háðar orku. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira