Erlent

Milljónir óttast um líf Mandela

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nelson Mandela var fluttur á spítala í gær. Mynd/ afp.
Nelson Mandela var fluttur á spítala í gær. Mynd/ afp.
Milljónir Suður Afríkubúa óttast nú um líf Nelsons Mandela eftir að hinn ástsæli fyrrverandi þjóðarleiðtogi var lagður inn á sjúkrahús í Jóhannesarborg í gær.

Fyrrverandi eiginkona hans, Winnie Madikizela-Mandela, og fleiri fjölskyldumeðlimir sáust yfirgefa sjúkrahúsið þar sem hann liggur í dag og mun Winnie hafa verið grátbólgin þegar að hún gekk þaðan út.

Stofnun Nelsons Mandela segir reyndar að hann sé við góða heilsu og að Mandela hafi bara farið í reglubundna læknisskoðun. En Reuters fréttastofan fullyrðir hins vegar að annað lungað í Mandela hafi fallið saman. Til standi að hann verði útskrifaður af sjúkrahúsi á morgun og ríkisstjórn Suður - Afríku hvetur fólk til að róa sig.

Nelson Mandela, sem er 92 ára gamall, er fyrrverandi forseti Suður Afríku eins og fyrr segir. Hann hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1993.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×