Button: Eigum góða möguleika á sigri 26. ágúst 2011 12:13 Jenson Button á Spa brautinni í morgun á fyrstu æfingu. AP mynd: Yves Logghe Jenson Button hjá McLaren segir að Mclaren eigi góða möguleika í Formúlu 1 móti helgarinnar á Spa brautinni í Belgíu. Button vann síðustu keppni, sem var í Ungverjalandi í lok júlí og Lewis Hamilton vann keppnina þar á undan í Þýskalandi. Í frétt á autosport.com sagði Button að þegar kalt væri í veðri eins og í tveimur síðustu mótum, þá hentaði það ekki Red Bull bílunum. Rigning var á fyrstu æfingunni á Spa í morgun og Button náði þriðja besta tíma á eftir Michael Schumacher og Nico Rosberg hjá Mercedes, sem nýttu sér þurra braut til að ná bestu aksturstímunum áður en rigning setti mark sitt á æfinguna. „Við erum í góðum málum. Ég tel ekki að við höfum neitt umfram Red Bull bílanna. Þeir eru öflugir, en ef við veljum rétta keppnisáætlun þá eigum við góða möguleika á sigri og við verðum að vinna. Red Bull þarf það ekki", sagði Button i frétt autosport.com, en Sebastian Vettel hjá Red Bull er með gott forskot í stigamóti ökumanna og Red Bull sömuleiðis í keppni bílasmiða. Button er 100 stigum á eftir Vettel í stigamóti ökumanna, en 200 stig er enn í stigapottinum fyrir sigur og hvorki hann né Lewis Hamilton hafa gefist upp á titilbaráttunni. „Við verðum að vinna Seb(astian) í öllum mótum, ef við ætlum að vinna meistaramótið. Það er langsótt, við vitum það, en við berjumst til loka. Við erum í þokkalegri stöðu", sagði Button. Hann gat þess að það yrði erfitt fyrir þá sem eru næstir Vettel í stigamóti ökumanna að ná honum. Vettel er með 234 stig en Mark Webber er í öðru sæti með 149 stig, þá Lewis Hamilton 146, Fernando Alonso 145 og Button er fimmti með 134. Formúla Íþróttir Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Jenson Button hjá McLaren segir að Mclaren eigi góða möguleika í Formúlu 1 móti helgarinnar á Spa brautinni í Belgíu. Button vann síðustu keppni, sem var í Ungverjalandi í lok júlí og Lewis Hamilton vann keppnina þar á undan í Þýskalandi. Í frétt á autosport.com sagði Button að þegar kalt væri í veðri eins og í tveimur síðustu mótum, þá hentaði það ekki Red Bull bílunum. Rigning var á fyrstu æfingunni á Spa í morgun og Button náði þriðja besta tíma á eftir Michael Schumacher og Nico Rosberg hjá Mercedes, sem nýttu sér þurra braut til að ná bestu aksturstímunum áður en rigning setti mark sitt á æfinguna. „Við erum í góðum málum. Ég tel ekki að við höfum neitt umfram Red Bull bílanna. Þeir eru öflugir, en ef við veljum rétta keppnisáætlun þá eigum við góða möguleika á sigri og við verðum að vinna. Red Bull þarf það ekki", sagði Button i frétt autosport.com, en Sebastian Vettel hjá Red Bull er með gott forskot í stigamóti ökumanna og Red Bull sömuleiðis í keppni bílasmiða. Button er 100 stigum á eftir Vettel í stigamóti ökumanna, en 200 stig er enn í stigapottinum fyrir sigur og hvorki hann né Lewis Hamilton hafa gefist upp á titilbaráttunni. „Við verðum að vinna Seb(astian) í öllum mótum, ef við ætlum að vinna meistaramótið. Það er langsótt, við vitum það, en við berjumst til loka. Við erum í þokkalegri stöðu", sagði Button. Hann gat þess að það yrði erfitt fyrir þá sem eru næstir Vettel í stigamóti ökumanna að ná honum. Vettel er með 234 stig en Mark Webber er í öðru sæti með 149 stig, þá Lewis Hamilton 146, Fernando Alonso 145 og Button er fimmti með 134.
Formúla Íþróttir Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira