Fótbolti

AC Milan mun bara reyna að fá Tevez á láni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez.
Carlos Tevez. Mynd/AFP
Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, viðurkenndi það í viðtali við ítalska stórblaðið Gazetta dello Sport að ítalska félagið muni ekki geta keypt Carlos Tevez frá Manchester City.

Galliani sagði að AC Milan gæti fengið til sín sterkan leikmann í janúarglugganum en aðeins á láni. AC Milan er að leita að manni fyrir ítalska landsliðsmanninn Antonio Cassano sem þurfti að gangast undir hjartaaðferð á dögunum og verður ekkert meira með á tímabilinu.

Manchester City vill selja Carlos Tevez og það er ekkert öruggt að enska félagið taki alltof vel í beiðni AC Milan.

Galliani hefur verið í viðræðum við Kia Joorabchian, umboðsmann Carlos Tevez en leikmaðurinn sjálfur er enn í Argentínu.

Tevez heimtaði að vera seldur síðasta sumar og neitaði síðan að hita upp fyrir Meistaradeildarleik á móti Bayern München í lok september. Hann hefur ekkert æft né spilað með félögum sínum í City-liðinu síðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×