Innlent

Hreindýr valda hættu - kort

Mynd úr safni / Vilhelm
Hreindýr hafa valdið hættu á vegum undanfarið. Náttúrustofa Austurlands og Vegagerðin vilja því vara vegfarendur sérstaklega við þremur svæðum þar sem hættuástand hefur verið viðvarandi: Á Hárekssstaðaleið, á Fagradal og í Lóni.

Mikilvægt er að vegfarendur geri sér grein fyrir að hreindýrin geta þvælst víðar um vegi Austurlands. Ástandið er verst þegar hálka er á vegum í myrkasta skammdeginu.

Á vef Náttúrustofu Austurlands er hægt að skoða kort þar sem sést betur hvar er búist við að hreindýr séu á ferli við vegi. Smellið hér til að skoða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×