Fótbolti

Rúrik orðinn góður af meiðslunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar
Rúrik Gíslason hefur verið að glíma við ökklameiðsli síðustu vikurnar en segist orðinn góður af þeim.

Rúrik er lykilmaður í íslenska U-21 landsliðinu sem mætir Hvíta-Rússlandi í sínum fyrsta leik á EM í Danmörku á morgun.

„Ég er búinn að vera að hlusta mikið á nýju plötuna hans Geirs Ólafs og svo hef ég verið að æfa mjög mikið líka,“ sagði Rúrik alvarlegur á svip.

„Ég er því í toppstandi. Kannski finn ég eitthvað aðeins fyrir ökklanum en það er ekkert sem er að bremsa mig af.“

„Ég er orðinn hrikalega spenntur fyrir leiknum enda búinn að bíða lengi eftir þessu. Meiðslin gerðu það að verkum að maður er enn hungraðri fyrir vikið.“

Samkeppni um stöður í byrjunarliði Íslands enda leikmannahópurinn mjög sterkur. Rúrik segir þó að allir muni þó taka sínu af fagmennsku.

„Þetta eru í það minnsta þrír leikir sem við munum spila og allir leikmenn þurfa að vera klárir í slaginn, hvort sem þeir verða í byrjunarliðinu eða ekki,“ sagði Rúrik.

„Það eru fleiri leikir en þessi á morgun og við þurfum á öllum að halda.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×