Innlent

Jóhanna vill skoða reglur um þögn seðlabankastjórans

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag að þingflokksformaður Framsóknarflokksins þyrfti að skoða lög og reglur um það hvort seðlabankastjóri hafi raunverulega brotið reglur þegar hann neitaði að veita þingnefnd upplýsingar um söluferlið á tryggingafélaginu Sjóvá.

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framóknarflokksins, krafðist þess í gær að seðlabankastjóri segði af sér fyrir að leyna Alþingi upplýsingum. Gunnar Bragi ítrekaði þessa skoðun sína á þingi í dag og spurði Jóhönnu jafnframt hvort hún væri sammála því.

Jóhanna sagðist ekki hafa skoðað málið til hlítar en sagðist tilbúin til þess að leggjast í sameiginlega vinnu með Alþingi um að bæta upplýsingagjöf til Alþingis, þá með einhverskonar lagasetningu.


Tengdar fréttir

Þingmenn gagnrýna leynd - kolniðamyrkur í gagnsæja ferlinu

Alþingismenn, jafnt í stjórn og stjórnarandstöðu, gagnrýna að Már Guðmundsson seðlabankastjóri skyldi neita að gefa þingnefnd upplýsingar um söluna á tryggingafélaginu Sjóvá. Þingmaður Hreyfingarinnar segir að hið svokallaða gegnsæja ferli líkist fremur dimmum göngum í kolniðamyrkri.

Seðlabankastjóri verði settur af

Þingflokksformaður Framsóknarflokksins kallaði eftir því á Alþingi í dag að Már Guðmundsson seðlabankastjóri yrði settur af eftir að hann neitaði að veita þingnefnd upplýsingar um söluferlið á tryggingafélaginu Sjóvá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×