Erlent

Spilltir lögreglumenn handteknir í Mexíkó

Mexíkóskar fíkniefnalögreglur.
Mexíkóskar fíkniefnalögreglur.
Yfirvöld í Mexíkó hafa handtekið 16 lögreglumenn sem eru grunaðir um að hafa haldið verndarhendi yfir fíkniefnagengjum í landinu.

Þannig gengu meðlimir fíkniefnagengjanna með sérstök kort sem þeir sýndu lögreglumönnunum og komust þannig hjá handtökum.

Fyrir þetta fengu lögreglumennirnir greitt allt að 50 þúsund krónur eða rúmlega 400 dollara. Yfirvöld í Mexíkó eiga í hatrammri baráttu við afar öflug fíkniefnagengi í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×